Retro lamb

Það sem þarf til er:

f. 4-6

1 kg. lambainnanlæri, í ca. 2 cm. þykkum sneiðum

Smjör, til að steikja uppúr

3-4 bananar

1/2 L rjómi

1 tsk. salt

2-4 tsk. karrý

2 tsk. rósmarín

Meðlæti: 

Soðin hrísgrjón

Sett í litlar skálar:

Mangó chutney

Kókosflögur

Niðursoðin rauð paprika

Súrsaður perlaulaukur

Soja

Salat

Asíur

Rúsínur

Salthnetur

Karrýduft

Paprikuduft

Þessi réttur var mjög framsækinn á sínum tíma.  Þá var maður vanur að fá lambalæri í hádeginu á sunnudögum í lok messunnar í útvarpinu.  Það er svolítið gaman að rifja upp hvað þótti nýmóðins í denn... ;-) og skoða svo hvað manni finnst í dag.  Ég hef ekki smakkað réttinn í mjög langan tíma, en hann stóðst væntingar og rifjaði líka upp gamla stemmingu og minningar :-)

En svona gerum við:

Þetta er hrikalega einfalt....  Ofninn er hitaður í 250°C.  Kjötið er kryddað með rósmaríninuog saltað, síðan er það brúnað á pönnu í smjöri í 2-3 mín. á hvorri hlið og sett í eldfast fat.  Bananarnir eru skornir eftir endilöngu og settir ofaná kjötið.  Rjóminn er þeyttur til hálfs og kryddaður með karrýinu, honum er svo hellt yfir bananana og kjötið, smakkað til.  Bakað í 10-15 mín.  Hrísgrjónin eru soðin og annað meðlæti er sett í litlað skálar og svo setur hver fyrir sig, smá af hverju á sinn disk.  Mæli mjög með þessum mat, rosa góður og gaman að sitja yfir honum í góðum félagsskap.

Verði þér að góðu :-)

Stemmari 🍷