Besta skinkusamlokan

Það sem til þarf er:

Í 4 samlokur


250 gr. góð skinka, söxuð

3 harðsoðin egg, söxuð

4 msk. súrsað gúrku Relish

4 msk. majónes

3 msk. fínsaxaður vorlaukur

2 msk. fínsaxað sellerí

3 msk. fínsöxuð rauð paprika

1 msk. fínsöxuð fersk steinselja

2 tsk. Dijon sinnep

1 tsk. sítrónu safi

Cayenne pipar

Salt og svartur nýmalaður pipar

Samsetning:

Brioch brauð, ristað

Salatlauf

Rauð paprika í sneiðum

Eggjasneiðar

Rauðlaukur í þunnum sneiðum

Grófkorna sinnep

Majónes

Geggjuð viðbót í vopnabúrið, besta skinkusalatið sem þú getur imyndað þér að smakka. Þessi samloka er frábær ferðafélagi og sómir sér vel í bakpokanum, eða í nestsboxið í skólann. Endilega prófað, þú verður ekki fyriri vonbrigðum ;-)

Svona geri ég:

Öllu hráefninu í salatið er blandað saman og smakkað til með Cayenne pipar, salti og pipar. Brioch brauðið er ristað og önnur sneiðin smurð með grófu sinnepi og hin með majónesi. Salatlaufið er sett á aðra sneiðina, ásamt papriku-, lauk- og eggjasneiðum. Vænn skammtur af skinkusalati er settur ofan á og svo hin brauðsneiðin. Pakkað þétt í smjörpappír eða sett á disk og notið strax.

Verði þér að góð :-)

Dásamleg 😋