Ris á l´almande

Það sem til þarf er:

f. 5

5 cl. Galliano líkjör

150 ml eplasafi

75 ml rjómi

Klaki (ef þú vilt)

Grenadine

Ég kynntist þessum jóladrykk þeagar ég fór að heimsækja dóttur mína og tengdason til Árósa í haust.   Danir drekka mikið af þessum fallega og góða drykk, enda er það ekki skrítið, hann er eins og jóla eftirrétturinn góði með sama nafni.  Ég plataði tengdasoninn til að blanda svona drykk fyrir okkur heima og gauka að mér uppskriftina.  Ef þú átt það sem til þarf í hann mæli ég með að þú prófir.

Ris á l´almande í glasi, algert nammi ;-)

Svona blöndum við  Ris á l´almande: 

Drykkurinn er borinn fram í skotglösum eða líkjörsglösum.  Fyrstu 4 hráefnunum er skutlað í kokteilhristara og hrist duglega.  Hellt í glösin, en klakinn ef þú notar hann sigtaður frá.   Grenadini er hellt í mjórri bunu í mitt glasið, ekki vera nískur á það, það er svo gott.

Verði þér að góðu :-)

Jól í staupi 🎅🏻