Huevos Rancheros

Það sem til þarf er:

F. 2

2 tortillur

1 1/4 dós refried beans

1 hvítlauksrif, marið

1 tsk. chili duft

1 tsk. cumin

2 msk. salsa (Hot)

2 egg sýrður rjómi

Meðlæti:

Lime bátar

Sýrður rjómi

Avocado í bitum

Salt og svartur pipar

Kóríander, til skrauts

Ok, fullkominn morgunmatur, daginn eftir, þú veist :-7 Eftir stórskemmtilega hrossakjötsveislu hjá hestamannafélaginu Herði í gærkvöldi, er ekki laust við að maður sé enn í kúreka-gírnum. Þá kallaði þessi morgunmatur hátt á mig. Huevos Rancheros, eða egg kúrekanna mexíkósku.

Svona geri ég þau:

Baununum ásamt kryddi og hvítlauk er hrært saman í pott og hitað. Tortillurnar eru ristaðar á þurri pönnu og settar á diska. Eggin eru steikt á meðan þú setur réttinn saman. Baunamaukinu er smurt ofaná torillurnar síðan er salsa dreyft ofaná, næst kemur eggið, svo aðeins meira af salsa, avocado bitar, salt og svartur pipar. Ef þú átt kóríander er bæði fallegt og bragðgott að hafa það með. Svo er dásemdin borin fram með sýrðum rjóma (10%) og limebátum, ekki sleppa þeim, þeir gera ótrúlega mikið. Svo er bara að njóta, þá verður maginn minn glaður

Verði þér að góðu ;-)

Allt verður í lagi á eftir 🤠