Hnetur frá mömmu

Það sem til þarf er:

3 msk. smjör

2 msk. rúmar af sykri

1/2 tsk. cayanne pipar (hann er sterkur, sléttfullskeið finnst henni nóg)

300 gr. pecanhnetur

Í mörg ár hefur mamma steikt þessar hnetur og gefið mér fyrir jólin. Auðvitað dugði henni ekki að skutla þeim í mig i einhverjum poka, heldur gaf hún mér þessar fallegu krukkur sem hún fyllir svo á árlega. Endilega prófaðu þær ef þú átt ekki þessa uppskrift, hneturnar slá alltaf í gegn.

Svona gerir hún:

Ofninn er hitaður á 180°C. Smjör, sykur og cayanne pipar er brætt saman á pönnu og hnetunum velt uppúr skrykrinum í smástund. Þá er hnetunum dreyft á bökunar plötuna og þær bakaðar í 5 mín., þá er þeim velt á plötunni, og þær bakaðar áfram í 5 mín. Teknar út úr ofninum og kældar. Það er ágætt að velta þeim aðeins um, á meðan þær eru að kólna. Frábærar með góðum drykk eða bara til að stiga uppí sig... verði þér að góðu.

Verði þér að góðu :-)

Fallegt frá Mömmu :-)