Puttanesca kjötbollur

Það sem til þarf er:

f. 4

250 gr. nautahakk

250 gr. svínahakk

1 laukur, rifinn á grófu rifjárni

25 gr. parmesanostur, fínrifinn

3 hvítlauksrif, 1 marið, 2 í þunnum snieðum

Ólífuolía

1/8 tsk. þurrkaðar chili flögur, meira ef þú vilt meiri hita

1/2 tsk létt marin fennelfræ

2 x 400 gr. dósir saxaðir tómatar

1 glas af rauðvíni

1 tsk. sykur

10 svartar ólífur , skornar í tvennt

1 msk. capers

400 gr. fucili eða rigatone pasta

Ég mæli með því að búa til tvöfalda uppskrift af þessum bollum. Hér er á ferðinni einn af þessum réttum sem er svo gott að eiga til í frystinum, þegar tíminn er naumur, hann frystist vel og eina málið er bara að sjóða pasta og maturinn er kominn á borðið, elska svoleiðis!

Svona geri ég:

Ofninn hitaður í 180°C. Hakkið, rifinn laukurinn, parmesan osturinn og marði hvítlaukurinn er hnoðað saman í stórri skál, saltað vel og piprað. Formað í litlar bollur. 1 msk. af olíu er hituð á rúmgóðri pönnu og bollurnar brúnaðar, síðan eru þær teknar af pönnunni. Ég set bollurnar í ofninn í smá stund á meðan ég bý til sósuna svo óþarfa fita leki af þeim og þær fullsteikist. 1 msk. af olíu er bætt á pönnuna og hvítlaukurinn i sneiðum er steiktur á lágum hita í smástund, þá er chiliflögunum, ansjósum og fennel fræunum bætt útí og mallað í smástund. Næst er tómötum, rauðvíni og sykri bætt á pönnuna og látið malla í 10 mín., eða þar til sósan þykknar aðeins. Bollunum er þá bætt á pönnuna ásamt ólífunum og kapers og mallað áfram i ca. 10 mín., smakkað og kryddað til. Pastað er soðið skv. leiðb. á pakka. Borið fram með ferskum parmesan til að rífa yfir diskinn sinn og gott brauð ef þú vilt.

Verði þér að góðu :-)


Ítölskt eðalmáltíð!