Chia hrökkbrauð

Það sem til þarf er:

40 gr. möndlumjöl

50 gr. sólblómafræ

40 gr. graskersfræ

50 gr. Chiafræ

50 gr. sesamfræ

1 sk. Psyllium husk

1 tsk. salt

1/2 dl brædd kókosolía

2.25 dl sjóðandi vatn

Ein enn útgáfan af hrökkbrauði, alltaf gott að hafa nokkrar til að vinna með. Það er hvorki ostur eða egg í þessum svo þau eru vegan. Endilega smakkaðu :-)

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 150°C. Öllum þurrefnunum er landað saman í skál. Heitu vatninu er hellt út í kókos olíuna til að bræða hana, síðan er vökvanum hellt út í skálina og öllu blandað mjög vel saman. Deigið er sett á milli 2 jafnstórra pappírsarka og flatt þunn út á milli þeirra, með kökukefli. Pappírssamlokan er flutt á bökunarplötu og efri pappírsörkin tekin ofan af deiginu. Ofnplötunni er stungið í neðri hluta ofnsins og bakað í 45 mín., passa að fræin brenni ekki. Slökkt á ofninum og hannopnaður smávegis og deigplatan látin þorna í ofninum þar til hann kólnar. Tekið út og látið kólna algjörlega áður en hrökkbrauðið er sett í box með loki. Borið fram með köldu smjöri.

Verði þér að góðu:-)

Dásemd 🫶🏻