Beyglu bar, með meiru

Það sem til þarf á brunch borð f. 8-10 er:


1 beygla á mann, blandaðar tegundir

Reyktur lax, í sneiðum

Rjómaostur með hvítlauk

Rjómaostur með blönduðum kryddjurtum

Rauðlaukur, í þunnum sneiðum

Klettasalat

Kapers, sigtsað

Sitrónubátar

Dill greinar, eða annað grænt laufkrydd

Tómatar og gúrkur, í þunnum sneiðum

Tartalettur Elísabetar

Rækjubrauðterta með corn Relish

Það er yndislegt að fá vini og fjölskyldu í heimsókn yfir hátíðarnar eða á öðrum góðum dögum. En maður vill kannski ekki vera á haus og hafa alltof mikið fyrir því. Þá kemur beyglu bar með meiru og góður undirbúningur. Afgangar af allskonar góðgæti eru oft til yfir hátíðarnar, svo það er um að gera að nota þá. Hamborgarhryggur er flottur í tartalettur Elísabetar, ekki hika við að setja allskonar skorið ferskt grænmeti, sem er til út í blönduna og ef þú átt afgang af hreinum rjómaosti og/eða mascarpone er upplagt að hræra þá saman og búa til hvítlauks rjómaost úr honum, með því að blanda í hann pressuðum hvítlauk, salti og pipar, saxaðri steinselju og smá sítrónuberki og þú ert í flottum málum. Tartalettur Elísabetar eru geggjaðar og ekkert mál að búa þær til daginn áður, líka rækjubrauðtertuna og hún er rosalega einföld. Vertu endilega dugleg að nýta það sem er til, eftir hátíðarnar svo ekkert fari til spillis. Endilega prófaðu :-)

Svona geri ég:

Ef þú gerir tartaletturnar, er maukið sem fer í þær búið til og geymt í potti í ísskáp þar til á að nota það. Þá er það hitað rólega að suðu og sett á borðið með heitum tartalettum. Brauðtertan er búin til daginn áður og geymt í ísskáp þar til tími er til að setja hana á boðrið. Beyglurnar eru settar í körfu eða á bakka og brauðristin sett á góðan stað nálægt. Rjómaosturinn er settur í fallega skál/skálar með áhöldum. Laxinn er skorinn í þunnar sneiðar (má skera niður daginn áður) og settur á stórt bretti eða fat, ásamt öðru grænmeti. Svo eru drykkir gerðir klárir, glas af Mimosu er hátíðleg og flott með góðum brunch, ferskur safi og gott kaffi/ te og smá konfektmoli með í restina, fullkomar málið. Setið lengi, borðað, spjallað, hlegið og notið.

Verði þér að góðu :-)

Vinagleði og gott að borða 🥂😋❤️🥯