Kaffi- og karamellu börkur

Það sem þarf er:

250 gr. hvítt súkkulaði

2 tsk. kaffi (ekki Instnant)

1 dl saxaðar rjóma karamellur (t.d. Freyju eða Góu)

1/2 dl saxaðar rjóma súkkulaðikúlur frá Nóa

Heimagert konfekt er gott. Það á ekki að vera bundið við jólin, alltaf svo gott að fá sér bita af einhverju sætu með morgunkaffinu. Hér er hvítt súkkulaði og karamella, með smá kaffikeim, endileg prófaðu :-)

Svona fer ég að:

Bökunarpappír er settur á plötu og smurður mjög þunnt með Pam eða smjöri. Súkkulaðið er hitað í vatnsbaði, þar til það hitnar vel og byrjar að bráðna, ekki hræra í því á meðan. Þá er það tekið af hitanum og hrært þar til það er samfellt, svo er kaffið (malað kaffi, ekki Instant) og rjóma karamellan hrærð útí. Súkkulaði blöndunni hellt á pappírinn og dreift úr henni með sleikju. Nóa kúlunum er svo dreift yfir og þrýst létt á kúlurnar svo þær loði vel við súkkulaðið. Kælt í ísskáp þangað til súkkulaðið harðnar, minnst 1 klst. Geymist í ísskáp í lokuðu íláti í 2-3 vikur.

Verði þér að góðu :-)

Mmmm...