Fettuchine Alfredo

Það sem til þarf er:

f. 2-3

2 bollar Fettuchine pasta (soðnar skv. leiðb. á pakka)

4 mks. mjúkt smjör

1/2 tsk. salt

1/2 bolli rjómi

1 egg, léttþeytt með gaffli

1/2 bolli ferskur nýrifinn Parmesan

Nýmalaður svartur pipar

Hvað er hægt að segja um Alfredo??? Æði, æði.....! Kremað og svo dásamlegt. Það er frábært eitt og sér, líka gott með kjöti eða grilluðum fiski og allskonar grænmeti :-)

Svona geri ég:

Núðlurnar eru soðnar skv. leiðb. á pakka. Smjörið er brætt, núðlum bætt útí, síðan rjóma, eggi, osti. Öllu rennt vel í gegnum pastað með göflum eða töngum. Hitað mjög varlega ef þarf. Að lokum kryddað með svörtum nýmöluðum pipar og salti ef þarf.

Verði þér að góðu :-)

Má ekki vera einfaldara 😉