Súrmjókur brunch vöfflur

Það sem til þarf er :

Ca. 10 stk.

6 msk. smjör og meira fyrir vöfflujárnið

2 bollar hveiti

1 msk. sykur

1 tks. lyftiduft

1 tsk. fint sjávarsalt

1/2 tsk. matasódi

1 bolli súrmjólk

1bolli mjók

4 stór egg, þeytt saman

Vöfflur á morgunverðarborðinu eru geggjaðar. Þessar súrmjólkur vöfflu eru ekki þessar venjulegu sætu vöfflur sem við setjum sultu og rjóma á, heldur henta þær á morgunverðarborðið, eða í brunchinn. Skelltu í vöfflur, þú sérð ekki eftir því!

Svona geri ég:

Smjörið er brætt. Þurrefnunum, hveiti, sykur, lyftiduft, salt og matarsódi er hrært saman í skál. Mjólk, súrmjólk bræddu smjöri og eggjum er hrært saman í aðra skál. Blautu efnunum er síðan hrært varlega saman við þurrefnin. Vöfflujárninu er stungið í samband. Þegar það er orðið heitt, eru járnin smurð með smjöri og ca 1/2 bolla af degi hellt í vöfflujárnið, því lokað og vöfflurnar steiktar gylltar og fullbakaðar, bornar fram heitar með því sem hugurinn girnist. Í uppáhaldi hjá mér eru steikt bacon, steiktar kryddaðar pylsur, egg, hrærð eða spæld, reyktur lax með sýrðum rjóma og söxuðum vorlauk og kaviar. Steikt skinka með hleyptum eggjum, krabbasalat er dásamlegt og svo er klassíkin, kalt smjör og síróp. Er svengdin farin að segja til sín????

Verði þér að góðu :-)

Hver er uppáhalds samsetningin þín 🧇🥰