Villisveppa súpa

Það sem til þarf er:

f. 4-6

150 gr. shiitake sveppir

150 gr. portobellosveppir

150 gr. porcini sveppir

(Ef þú færð ekki þessa sveppi ferska er upplagt að nota þurrkaða sveppi og ferska í bland, eða eins og ég gerði, ég notaði frosna villisveppi sem ég fékk í Krónunni og ferska)

1 msk ólívu olía

1/2 bolli smjör

1 bolli saxaður laukur

1 gulrót, í litlum bitum

1 grein ferskt timian  plús 1 tsk. þurrkað

Salt og nýmalaður pipar

2 bollar söxuð púrra, bæði græni og hvíti hlutinn, ca 2 púrrur

1/4 bolli þurrt hvítvín

1 bolli matreiðslurjómi

1 bolli rjómi

1/2 bolli ítölsk steinselja

Meðlæti:

Gott brauð og smjör er nauðsynleg með góðri súpu, og það sem mér finnst setja punktinn yfir iið er að setja nokkra dropa af steinseljuolíu útá diskinn hjá mér, uppskrift af henni er hérna á síðunni, líka góðu brauði og hvernig á að búa til þitt eigið smjör, sem er auðvelt, er ekki að plata ;-)

En svona er aðferðin:

Sveppirnir eru heinsaðir (eða útvatnaðir eftir leiðb. á pakka, ef frosnir, afþýddir), stilkurinn brotinn af og stilkarnir eru síðan grófsaxaðir og settir til hliðar.  Sveppahattarnir eru skornir í sneiðar (ef þeir eru mjörg stórir eru þeir skornir í munnbita-stærð).  Til að búa til kraftinn er ólívu olían og 1 msk. af smjörinu hitað í stórum potti, lauk, gulrót, sveppa-stilkum og timian er bætt útí ásamt 1 tsk. af salti og 1/2 tsk. pipar og látið malla við lágan hita í 10-15 mín., eða þangað til grænmetið er orðið mjúkt. Þá er 6 bollum af vatni bætt útí og suðan látin koma upp, hitinn er þá lækkaður og látið malla í 30 mín. loklaust. Soðið er þá síað og vökvinn geymdur (ca. 4 1/2 bolli, ef það er minna er vatni bætt útí).  Restin af smjörinu er hituð og púrran látin krauma vð lágan hita í 15-20 mín., þangað til hún byrjar að brúnast lítilega. Sveppa-höttunum er þá bætt við og steikt í 10 mín. í þar til þeir eru mjúkir og brúnaðir.  Þá er hveitinu bætt við og mallað í 1 mín.  Síðan er víninu bætt við og hrært vel ofaní botninn til að ná allri skófinni í botninum, sveppasoðinu er næst bætt við síðan timian og 1 1/2 tsk. salt og 1 tsk. pipar, mallað i 15 mín. Í lokin er steinseljunni, matreiðslujóma og rjóma bætt útí og hitað í gegn, en ekki látið sjóða, smakkað til með salti og pipar.

Verði þér að góðu :-)

https://sites.google.com/a/annabjorkmatarblogg.com/anna-bjoerk-matarblogg/heima/supur-g-grautar/rjomaloegudh-villisveppasupa/1294288_599415020109777_754884707_o.gif

Nammmmmi 🥰🍄