Fíkju tart

Það sem til þarf er:

f. 6-8

Í tart skelina:

175 gr. mjúkt smjör

50 gr. sykur

1 eggjarauða

250 gr. hveiti

Í fyllinguna:

50 gr. hvítt súkkulaði

250 gr. mascarpone ostur

2 1/2 msk. flórsykur

18-20 ferskar fíkjur

6 msk. apríkósu marmelaði (sigtað)

Mjög flott og einfalt tart með ferskum fíkjum, hvítu súkkulaði og mascarpone. Glæsileg á borði og yndisleg í munni. Mín tillaga að eftirrétti fyrir gamlárskvöld ;-)

Það sem þú gerir er:

Ofninn er hitaður í 180°C og 20 cm lausbotna tart form er smurt. Smjör og sykur er þeytt með okkrum saltkornum milli fingra þangað til það er létt og ljóst. Þá er eggjarauðunni bætt útí og blandað vel saman. Hveitinu er blandað útí með sleikju og hrært saman þar til deigið er mjúkt og samfellt. Pakkað í plastfilmu og látið hvílast í kæli í minnst 30 mín. Deiginu er svo rúllað út og formið klætt að innan með því, það gæti verið svolítið umfram deig. Ef það dettur í sundur eins og það gerir stundum hjá mér, er ekkert mál að þrýsta því miður í formið með fingrunum eins og maður sé að leira :-) Tart skelin er bökuð í 10 mín., eða þar til hún er ljósgyllt, kæld. Hvíta súkkulaðið er brætt yfir vatnsbaði og því er svo smurt inní tartekelina, kælt. Á meðan er mascarpone osturinn hrærður með flórsykrinum þar til hann er léttur og mjúkur. Honum er svo smurt yfir súkkulaðið. Fíkjurnar eru skornar í 4 hluta hver og þeim síðan raðað í tart skelina. Apríkósumarmelaðið er brætt í potti á lágum hita og látið síast í gegnum sigti og svo eru fíkjurnar penslaðar með því. Það skemmir ekki að bera fram þeyttan rjóma með tartinu.

Verði þér að góðu :-)

Ítalskt yndi 👌🏻