Negroni

Það sem til þarf er: 

f.1

Lúka af klaka

25 ml Gin

25 ml Campari

25 ml sweet Vermouth (Rosso)

Appelsínusneið

Ok, funtime..... :-)

Þessi kokteill er búinn að skemmta mörgum á mínum bæ í sumar. Ég var að sörfa á netinu í vor í leit að einhverjum skemmtilegum kokteil.  Ég velti fyrir mér hverju var smarta, hip og kúl fólkið úti í heimi  var að svala sér  á í sumarhitanum?  Ekki það að hitinn hafi verið vandamál hér á suðurlandi í sumar, eða að maður sé hip eða kúl ;-)  Leitin leiddi mig i fangið á hinum feneyska Negroni.  Ýmsar sögur eru til um hann, ein er t.d. sú að Orson Wells, sem var mjög hrifin af Negroni, hélt því fram að að hann væri bókstaflega heilsu-bætandi. Að þó svo ginið væri kannski ekki gott fyrir lifrina þá jöfnuðu góðu jurtirnar í bitterunum það út. Það er ekki víst að Doktorinn hafi verið sammála Wells :-) 

En svona hljómar þetta:

Ekkert vera að fikta í hlutföllunum, þau eru fullkomin :-)  Lítið tumbler glas er fyllt með klaka.  Víninu hellt útí og hrært saman. Appelsínusneið kreist útí.  Hann er nokkuð sterkur en, það jafnar sig þegar klakinn bláðnar rólega útí.

Nú verður stuð :-D

PARTÝ, PARTÝ!!!!