Bökuð egg með tómat og beikoni

Það sem til þarf er:

f. 4

200 gr. gott beikon

1 msk. olífu olía

1 rauðlaukur, fín saxaður

1 hvítlauksrif, marið

1-2 msk. reykt paprikuduft

1 dós saxaðir tómatar

2 msk. tómatsósa

1 rauð paprika, fræhreinsuð og skorin í litla bita

4 egg

Reykt paprika er frekar ný í kryddhillunum i búðunum. Ég er hrifin af henni og hef prófað hana í nokkra rétti. Hérna er hún með beikoni og eggjum ásamt fleiru. Ég og minn vorum ánægð með þennan morgunmat :-)

Svona gerum við:

Ofninn er hitaður í 200°C. Taktu til hliðar 4 sneiðar af beikoninu en skerðu restina í stóra bita. Olían er hituð á pönnu og er laukurinn, hvítlaukurinn og beikonið steikt í 2-3 mín., eða þar til laukurinn fer að meyrna. Bættu restinni af hráefninu við, en ekki eggjunum, og láttu malla í 10 mín. Þessu er svo skipt á milli 4 lítilla eldfastra diska eða sett í einn stóran. Beikonsneiðarnar sem voru teknar til hliðar eru hringaðar í miðjunni á hverjum disk eða með jöfnu bili ef þú setur þetta í eitt fat og 1 egg síðan brotið ofaní hvern beikonhring. Bakað í 20 mín., og borið fram með ristuðu brauði. Kaffi eða te og kannski djúsglas líka fullkomnar málið.

Verði þér að góðu :-)

Svo gott....