Súkkulaði samlokur

Það sem til þarf er:

Í kökurnar:

200 gr. ósalt smjör, lint

160 gr. sykur

120 gr. hveiti

160 gr. polenta

35 gr. kakó

1 1/2 tsk. lyftiduft

1/4 tsk. salt

Börkur af 1/2 appelsínu, fín rifinn

Í smjörkremið:

110 gr. ósalt smjör, lint

130 gr. flórsykur

Börkur af 1/2 appelsínu, fín rifinn

Salt á hnífsoddi

Samsetningin af appelsínum og dökku súkkulaði hljómar vel í mínum munni.  Það sem mér finnst gefa þessum kökum auka, er polentan, sem er krönsý og gerir kökurnar skemmtilegar undir tönn :-)

En svona bökum við þær:

Sykur og smjör er hrært létt og ljóst í hrærivél.  Í annarri skál er hveiti, polentu, kakói, lyftidufti, salti og appelsínuberki blandað saman.  Þurrefnunum er svo hrært með sleif saman við smjörið.  Deigið er mótað í flata köku og klætt með plastfilmu og látið í kæliskáp í minnst 1 klst. eða til næsta dags. Ofninn er hitaður ði 180°C.  Deigið er svo flatt út með kökukefli, frekar þunnt, en það er gott að hafa plastfilmuna á milli svo degið festist ekki við kökukeflið. Hringlaga kökur ca. 5 cm í þvermál eru svo stungnar út í deigið og raðað á plötu með bökunarpappír á og bakaðar í 15 mín., passa að þær brenni ekki. Látnar kólna í smástund á plötunni áður en þær eru teknar af og settar á grind til að kólna alveg.  

Smjörkremið: 

Allt sett í hrærivélarskál og hrært saman þar til kremið er mjúkt og samfellt.  Önnur hvor kaka er síðan smurð með kreminu og hin kakan sett ofaná.  Það er gott að setja kökurnar í lófann þegar þær eru smurðar svo þær molni ekki, því þær eru stökkar og þunnar.  Geymast ágætlega, smurðar, í lokuðu ílati.

Verði þér að góðu :-)

Cioccolato e arancia 🍊