Pylsur með bjórsoðnum sætum lauk og chili salsa

Það sem til þarf er:

f. 4

Pylsur að eigin vali

Brioch pylsubrauð

Mjúkt smjör

Sterkt sinnep

Bjórsoðinn sætur laukur:

2 tsk. ólífu olía

2 tsk. smjör

3 stórir laukar í þunnum sneiðum

1 tsk. kúmenfræ

2 msk. dökkur muscavado sykur eða dökkur púðursykur

2 hvítlauksrif, marin

1 flaska ljós bjór

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

Chilisalsa:

2 vorlaukar, í þunnum sneiðum

1 rautt chili, fínsaxað (fræin með ef þú vilt mikinn hita)

2 msk. söxuð steinselja

2 tsk. ólifu olía

Við erum svolítið fyrir pulsur eða pylsur, eftir því hvernig stuð við erum í.  En góð pylsa kætir okkur alltaf.  Það sem setur þessar pylsur í 1. sæti hjá familíunni er auðvitað frábær pylsa og síðan meðlætið, samspilið milli sæta lauksins, hitans og kryddinu úr salsanu.  Svo toppar maður dýrðina með sterku sinnepi. Einn jökulkaldur með er ekki slæmt.

Svona geri ég:

Laukurinn:  Olía og smjör er hitað á pönnu og lauk, kúmeni og salti er bætt útí og steikt á meðalhita í ca. 10 mín., og hrært í við og við.  Sykrinum er dreyft yfir og hvítlauk og mallað áfram þar til laukurinn fer að karamelliserast.  Þá er bjórnum hellt yfir og og mallað áfram í um 15 mín., eða þar til bjórinn er gufaður upp og laukurinn er dökkur á litinn.  Smakkað til með salti og pipar.

Salsan:  Öllu blandað saman í skál.

Brauðin er opnuð og þunnu lagi af smjöri er smurt inní brauðin og þauð grilluð eða ristuð, bara að innan, á þurri pönnu á háum hita, þau þurfa að fá svolítinn lit. Pylsurnar eru grillaðar eða steiktar.  

Brauðið smurt að innan með sterku sinnepi, síðan er pylsa lögð í brauðið ásamt, lauk og salsa.

Verði þér að góðu :-)

nammnammi namm... 😀