Ítölsk fyllt egg

Það sem til þarf er:

12 stór egg

1/4 bolli majónes

6 msk. blandaðar ólívur, saxðar smátt

1/4 fersk appelsínugul paprika, smátt söxuð

Skraut:

100 gr. góð spægipylsa, skorin í þunnar ræmur

Söxuð fersk steinselja

Dásamleg á páskahlaðboðrðið, eð abara hvenær sem er.  Endilega próaðu :-)

Svona geri ég:

Eggin eru harðsoðin og kæld alveg, áður en þau eru skræld.  Eggin eru skræld og skori í tvennt langsum, með beitttum hníf.  Spægipylsu ræmurnr eru settar á litla pönnu og steiktar, þar til þær eru stökkar, ca. 2-3 mín.,  settar á eldhúsblað til að kólna og láta fituna renna af þeim. Eggjarauðan er tekin út hvítu skelinni og sett í skál, með majónesi, fínsöxuðum ólívum, papriku og stappað vel saman.  Fyllingin er sett í hvítu skeljarnar, með lítilli skeið.  Svona má geyma eggin í ísskáp, þar til daginn eftir.  Þegar á að bera þau á borð, er spægipysu ræmunum og steinseljunni dreyft yfir.

Verði þér að góðu ;-)

Svooo góð 🐥🥚