Vanillu espresso Martini

Það sem til þarf er:

F. 2

Vanillu hunang:

170 gr. hunang

2 vanillustangir

0.7 dl vatn

Martini:

3 ms. Kahlua

3 mak. Vodka

60 gr. sterkt espresso kaffi

Vanillusykur á glasabrúnina:

1/4 sykur

1/2 vanillurstöng, kornin skafin úr

Elska ekki allir Espresso Martini þegar á að gera gott kvöld, ég geri það allavega? Hér er skemmtileg útgáfa, með smá tvisti af vanillu bættu hunangs sírópi. Endilega prófaðu þessa skemmtilegu útgáfu, af þessum geggjaða drykk :-)

Svona geri ég:

Vatnið er sett í lítinn pott, ásamt vanillustönginni og hunanginu og látið malla á meðal hita í 2-3 mín. Tekið af hitanum og látið kólna. Vanillusykurinn er búinn til, með því að blanda vanillukornunum með sykrinum í lítilli skál. Hellt á undirskál, smá himnu af vanilluhunanginu, er strokið eftir brún glasanna síðan eru þau lögð ofan í sykurinn. Klaki er settur í kokteilhristara ásamt 2-3 tsk. af vanillu hunanginu, Kahlua og Vodka. Hrist kröftuglega í 1 mín., síðan er kokteilnum hellt í gegnum sigti og skipt á milli glasanna. Froðan er skafin úr hristaranum með skeið og skipt á milli glasanna. Skreytt með kaffibaunum, eða nokkrum kornum af kaffi. Njóttu vel.

Verð þér að góðu :-)

Partayyy .....!👠🍸🎉