Mini bakaðar geitaostskökur með chili

Það sem til þarf er:

24 stk.

24 lítil muffinform úr áli

Olíuspray

1/4 bolli gott brauðrasp

1/4 tsk. oregano, þurrkað

1/4 boli ristaðar pecanhnetur

2 msk. parmesan ostur, rifinn

2 msk. brætt smjör

250 gr. rjómaostur til matreiðslu (ekki light), mjúkur

90 gr. geitaostur (lurkur), mjúkur

1 stórt egg

2 msk. rjómi

1 msk. Sriracha sterk chilisósa

1/2 boli rauð chilisulta, brædd í potti

Bakaðar ostakökur hljóma kannski flókið, en þessar eru svovoo auðveldar. Og fyrir okkur sem elska geitaost, Xa þessar í öll boxin. Botninn með pecanhnetum og oregano svo mjúkur osturinn og spicy chili ofaná, nammi..

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 180°C. Álformin eru sett í mini möffin bökunarform og þunnu lagi af olíu spreyjað ofaní þau. Brauðmylsnu, oregano, kryddi, hnetum, osti og smjöri er blandað vel saman í skál. Ca. 1 tsk. af mylsnunni er þrýst þétt í botninn á formunum. Rjóma- og geitaostur er hrærðir vel saman á meðalhraða í hrærivél, þar til þeir eru léttir og vel blandaðir. Þá er eggi, rjóma og Sriracha sósunni hrært útí. Hrærunni er skipt á milli formanna, þannig að þau séu full að 3/4. Bakað í 10 mín., eða þar til kökurnar eru stífar. Kældar í formunum í 20 mín. Chili sultan er brædd í potti og 1 tsk. af sultunni settur ofaná hverja ostaköku. Kældar í 2-12 tíma, má frysta.

Verði þér að góðu :-)

Dásamlega góðar 😇