Hlýri í sesam/engifer teriyaki marineringu frá Stonewall

Það sem þarf til er:

f. 4

7-800 gr. hlýri

C.a. 1 dl Sesam/engifer marinering frá Stonewall ( fæst í Hagkaupum)

Salt og nýmalaður svartur pipar

Salat með grilluðum ætiþistlum:

1 haus lambhagasalat

1/2 poki klettasalat

1/2 búnt vorlaukur

1/2 lúka ferskur kóriander

1/2 krukka af grilluðum ætiþisrtlum

1 orange paprika í strimllum

1/2 box kirsuberjatómatar

Ristaðar furuhnetur

Safi úr 1/2 sítrónu

Slurkur af góðri ólífu oíu

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

Er það ekki rétt hjá mér að Hlýri sé tiltölulega nýr fiskur í  borðinu hjá fisksalanum?  Allavega, þá er þetta í annað sinn sem ég er með hann á mínu borði, og ég verð að segja að ég er mjög hrifin af honum.  Mér finnst hann svo mjúkur og verulega ljúffengur.  Það þarf ekki allltaf að hafa mikið fyrir, og hérna er ein afar einföld uppskrift, sem er góð og tekur enga stund.

Og þetta er svona einfalt:

Hlýrinn er beinhreinsaður ef hann er það ekki beint frá kaupmanninum.  Marineringunni er helli yfir fiskinn í eldfast fat og látinn standa í 1-2 tíma í marineringunni, ef þú hefur tíma, fínt að velta houm 1-2 sinnum. Ofninn er hitaður í 200°C.  Fiskurinn er saltaður og pipraður og stungið í ofninn í 13-15 mín.  Á meðan fiskurinn er í ofninum er salatið útbúið.

Verði þér að góðu :-)

Hversdags ljúfmeti 🐟