Lambarifjur/polenta og svört ólífusalsa

Það sem til þarf er:

f. 4

12 einfaldar kótelettur

2 hausar fennel, skornir í sneiðar

Polenta:

100 gr polenta

400 ml kjúklingasoð

50 gr. rifinn ferskur Parmesan

100 ml rjómi

½ dl sýrður rjómi

Svört ólífusalsa:

100 gr svartar gróf saxaðar

1 msk. ólívuolía

1 hvítlauksrif, marið

2 msk. sítrónusafi

1 msk. steinselja

Olía til steikingar

Summertime og grillið á fullu, gaman gaman :-)

Svona gerum við:

Best er að byrja á að gera svörtu ólífu salað, svo það hafi tíma til að taka sig.  Splæstu í bestu ólífurnar sem þú getur keypt, bragðið verður svo miklu betra.

Svört ólífu salsa:  

Ólífum, olíu, hvítlauk, sítrónusafa og steinselju blandað saman og látið bíða í ísskáp í um 1 klst.

Polentan:  

Kjúklingsoðið er sett í pott og suðan látin koma upp.  Pólentan er sett útí og hún soðin í um mínútu og muna að hræra stöðugt í á meðan, við lágan hita (fara varlega hún sýður með látum) þar til hún þykknar. Þá er osti, sýrðum rjóma og rjóma bætt í, smakkað til með salti og pipar, haldið heitu.  Kótilettur eru grillaðar og fennelið er steikt í olíu á pönnu eða grillað, þá er það penslað með olíu, og kryddað.

Verði þér að góðu :-)

Grillið farið af stað á fullu 🤤