Gylltir draumar 2021

Það sem til þarf er :

F. 2

 2 einingar rjómi 

2 einingar appelsínusafi

2 einingar Cointreau

2 einingar Galliano

Klaki

Gyllt glimmer, má sleppa

Jæja elskurnar, það styttist í Gamlárskvöld og þá fer hugurinn, minn allavega, að hugsa um kokteila og eitthvað skemtilegt í fljótandi formi sem startar partýinu, þó svo partýið verði heldur fámennara þetta árið, en venjulega.  Gylltir draumar um betri tíð 2021, með "grímulaus" blóm í haga, eru mjög eðlilegir miðað við þessar crazy aðstæður og siði, sem við höfum þurft að tileinka okkur þetta árið.  Þetta er truflað góður drykkur, fallegur og með nógu miklu sparki til að losa aðeins um málbeinið hjá gestunum, fyrir mat.  Það tekur núll eina, að hrista hann saman og svo.... vúpp vúpp, gleðilegt 2021!!

Svona geri ég:

Tvö Martini glös gerð klár.  Klaki og allt innihaldið, nema glimmer ef þú notar það, er sett í kokteilhristara og hrist duglega saman.  Hellt í glösin í gegnum sigti og gylltu glimmeri drussað yfir yfirborð drykkjarins ef þú notar það.  

Verði þér að góðu :-)

Gleðilegt 2021 🎊