Chili con carne

Það sem til þarf er:

f. 4-6

1 stór laukur, saxaður

2 hvítlauksrif, fínsöxuð

1 rautt chili, ef þú vilt hitann líka skaltu hafa

helminginn af fræunum með

2 greinar af timian

Ólífu olía til að steikja uppúr

500 gr. gott  nautahakk

1 tsk cumin

2 tsk. paprika

1 tsk. þurrkað oregano

1/8 tsk. kanell

3 tsk. Mexican chili powder

10 gr. 70% suðusúkkulaði

Harða skorpan af parmesan, ef þú átt hana                  

Salt og pipar

3 ferskir tómatar gróf saxaðir

400 gr. dós niðursoðnir tómatar

1-2 dl nautasoð

3 msk. tómatpurée

1 kanelstöng

1 lárviðarlauf

400. dós nýrnabaunir

Meðlæti:

3-4 vorlaukar, gróftsaxaðir

Rifinn ostur

200 gr. sýrður rjómi

Nachos

Guacamole

Hrísgrjón 

Það eru áreiðanlega til jafn margar chili con carne uppskriftir eins og pottar í Mexikó, og eflaust átt þú þína sem þér finnst best.  Eins með mig, ég er búin að steypa nokkrum uppskriftum saman, og þetta er útkoman úr því.  Ég bauð ágætum hópi karla sem kalla sig 8VILLTIR upp á þetta chili og var glöð að fá galtóma potta til baka frá þeim :-) Ekki til betri meðmæli með mat. Ég set hörðu skorpuna af parmesanosti oft útí samsoðna rétti og súpur, mér finnst það gefa matrnum meiri dýpt og fyllingu í bragðið, en svo er bara að leika sér og prófa eitthvað sem þér finnst spennó ;-)

Svona er aðferðin:

Laukur, hvítlaukur, chili og timiangrein er steikt í 2 msk. af olíu á stórri pönnu.  Hakkið er brúnað á annarri pönnu og fitunni sem kemur af kjötinu er hellt af.  Þurrkryddinu er bætt útí laukinn og látið malla þar til kryddið gefur frá sér góða lykt, þá er hakkinu, tómötunum fersku og niðursoðnu bætt útí og látið malla í 5-10 mín.  Soði, tómatpurée, súkkulaði, parmesan skorpunni, kanelstöng og lárviðarlaufi er næst bætt við og látið malla í 20 mín.  Þegar sósan fer að þykkna er nýrnabaunum bætt útí og látið malla áfram í 15 mín.  Smakkað til.  Gott er að bera Chiliið fram með sýrðum rjóma, rifnum osti, söxuðum vorlauk, nachos og guacamole.Chili er einn af þessum sniðugu réttum sem er gott af gera mikið af og frysta, þægilegt þegar þú nennir ekki af hafa mikið fyrir, svo er það alltaf betra daginn eftir.

Verði þér að góðu :-)

Arriba 🌶️