Skinku og aspas umslög

Það sem til þarf er:

f. 4

375 gr. smjördeig

Hveiti, til að strá á borðið

150 gr. rjómaostur

4 sneiðar skinka

400 gr. ferskur aspas

1 meðalsórt egg

Meðlæti ef þú vilt:

Blandað salat eins og þér finnst best

Hvort sem þú ætlar að fá þér síðbúinn kósý morgunverð um helgina eða léttan hádegi-sverð, er þetta eitthvað sem þú ættir að eiga í :-) Svo einfalt að gera og hrikalega gott.

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 200°C, og pappír settur á ofnplötu. Hveiti er stráð á eldhúsborðið og deiginu rúllað út og það skorið í 4, 15x15 cm ferninga. Rjómaostinum er smurt jafnt á hvern ferning, skilja 1 cm kant eftir ósmurðan yst. Skinkusneið er rúllað utanum 3-5 aspas stangir og vöndullinn lagður í miðjuna horn í horn, saltað og piprað og lausu hornin á deiginu lögð saman í miðjuna utanum allt saman. Eggið er þeytt lauslega og því penslað á deigið. Bakað í 20 -25 mín., þar til smjördeigið er gyllt og aspasinn mjúkur. Borið fram með salati ef þú vilt.

Verði þér að góðu :-)

Nammi gott 🥐🍴