Plómur í krydduðu Brandý

Það sem til þarf er :

2 krukkur

6 dl Brandý

Börkur af 1 sitrónu í löngum ræmum

350 gr. hvítur sykur

1 kanelstöng

900 gr. dökkar plómur

Dimmar rauðbláar plómur í krydduðu Brandý eru svo jólalegar, bæði liturinn og bragðið.  Það er hægt að nota þær í yndislega eftirrétti, með ís o.fl.  Krukka af plómum er falleg og persónuleg gjöf sem er hægt að hafa með sér í jólaboðið.

Svona geri ég:

Brandý, sykur, og kanelstöng er sett í pott og hitað rólega þar til sykurinn bráðnar.  Þá er plómunum og sítrónuberkinum bætt útí og látið malla rólega í 15 mín.  Plómurnar eru teknar uppúr pottinum með gataspaða og settar í steril stór glös.  Vökvinn soðinn niður um þriðjung, með því að sjóða hann á háum hita, síaður ofaní glösin með plómunum.  Glösunum lokað þétt og  og geymd á köldum dimmum stað í allt að 8 mánuði.

Verði þér að góðu :-)

Brandý plómur með vanillurjóma og makrónum

     Plums🫐🌺