Dutch Baby með  osti og baconi

Það sem til þarf er:

F. 4

 1/2 bolli saxað bacon

1 bolli hveiti

1/2 tsk. salt

1/4 tsk. nýmalaður svartur pipar

1/4 tsk. lyftiduft

8 stór egg

3/4 bollar mjólk (ekki léttmjólk)

1/4 bollar Parmesan ostur, fín rifinn 

1/4 bolli fersk steinselja, fín söxuð

4 msk. smjör

1/2 Marquis ostur eða annar mjúkur hvítmygluostur, í þykkum sneiðum

Það er nauðsynlegt að gera sér dagamun um helgar og skella í dásamlegan brunch.  Fátt er betra til þess en bacon, egg og ostur til að fá bragðlaukana til að dansa. Dutch Baby er einskonar blanda af eggjaböku/pönnuköku, sem er rosalega góð.  Hún er lauflétt í sér og bragðið af bráðnaða ostinum er truflað, endilega prófaðu.

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 220°C.  Baconið er steikt í ofnþolinni meðalstórri pönnu, á meðalhita þar til fitan er farin að bráðna vel í 7-8 mín.   Á meðan er hveiti, salt, pipar og lyftiduft hrært saman í stórri skál í annarri skál eru egg og mjól þeytt saman.  Eggjamjólkinni er þeytt útí hveitiblönduna, síðan er Parmesan ostinum og mestu af steinseljunni hrært útí.  Þegar baconið er steikt er hitinn undir pönnunni hækkaður, smjörið sett  á pönnuna og látið bráðna.  Þegar það er bráðið er deiginu hellt út á pönnuna og síðan er ostasneiðunum raðað hratt í miðjuna ofan á deigið.   Pönnunni er stungið í ofninn og bakað  þar til bakan er púffuð og gyllt, í 20-25 mín.  Tekið úr ofninum og restinni af steinseljunni dreift yfir.  Borið sjóðandi heitt á borð, með góðu salati.

Verði þér að góðu :-)

Möst um helgina 🥚🧀