Quesedillas

Það sem til þarf er:

Mjúkar tortillur

Ostur, gott að nota allskonar

Skinka, spægipylsa eða pepperoni

Kryddjurtum, ef þær eru til

Laukur, chili eða vorlaukuur

Meðlæti:

Salsa

10% sýrður rjómi

Junk food heaven :-)..... og allskonar tilfallandi afgangar notaðir í fljótlegan, en girnilegan smárétt. Þetta er ekkert hatíðleg uppskrift, raunar fer það eingöngu eftri því hvað er til í ísskápnum og þarf að klára áður en farið er útí búð og byrgðirnar endur-nýjaðar.

En svona geri ég:

Botnþung panna er hituð á meðalhita. Á meðan er gott að vera búin að rífa niður ostinn, taka til kjötáleggið, ef þú notar það, og grænmetið og kryddið sem þú átt. Þegar pannan er orðin vel heit er tortilla sett á þurra pönnuna og osti dreyft yfir, þá áleggi svo grænmeti og í restina meiri osti. Þá er önnur tortilla sett ofaná og þrýst létt saman með spaða. Þegar það er komin góð lykt af ristuðu hveiti og neðri kakan orðin stökk, er steikarspaðinn settur undir tortilluna og henni snúið í einni hreyfingu og hin hliðin bökuð. Þegar osturinn er vel bráðinn og kökurnar heitar í gegn er quesedillan tekin af pönnunni og skorin í 4 hluta og borin fram með salsa, sýrðum rjóma og salati ef þú vilt. Þetta er í miklu uppáhaldi á mínum bæ.

Verði þér að góðu :-)

Junk food heaven :-D