Risotto alla Milanese
Það sem til þarf er:
F. 6
1 líter kjúklingasoð
Sjávarsalt og svartur pipar
150 gr. smjör við stofuhita
2 msk. ólífu olía
1 meðalstór rauðlaukur, skrældur og fínsaxaður
300 gr. risotto hrísgrjón
1 tsk. saffran, bleyttir í svolitlu soði
75 ml. extra dry hvítur Vermouth
175 ferskur rifinn parmesan
Risotto alla Milanese er klassískt meðlæti með Ossobuco. Þegar ég bý til risottóið, smakka ég það SVO oft að gestirnir mega þakka fyrir, ef eitthvað er eftir, ég er pínu óþolandi með þetta, en mér finnst það bara svo gott :-D
Svona gerum við:
Kjúklingasoðið er hitað og athugað hvort þurfi að krydda það. 75 gr. af smjörinu og öll olían er hituð í stórum potti og laukurinn steiktur þar til hann er mjúkur, um 20 mín. Þá er grjónunum bætt útí og potturinn tekinn af hitanum á meðan hrært er í grjónunum svo þau smjörhúðist öll, ca. 1 mín. Potturinn er settur aftur á hitann og 2 ausum af soði hellt útá (eða nóg til að hylja þau), og látið malla þar til mest af soðinu er gufað upp, hrært í á meðan. Þá er saffraninu bætt útí svo er haldið áfam að hella nokkrum ausum af soði og hrært í meðan það sýður niður. Þú notar nærri allt soðið en grjónin verða "al dente". Þá er restinu af smjörinu bætt við í smáum bitum, og að lokum Vermuthinu og ostinum. Passa að ofhræra ekki. Borið strax á borð. Hér er linkurinn á Ossobuco.