Piparsteik

Það sem til þarf er:

f. 4

4 sneiðar af vel hreinsaðri nautalund ca. 2 1/2 cm á þykkt

Salt

1 1/2 tsk svört piparkorn, gróf marin (ágætt að gera það með kökukeflinu)

2 tsk smjör

2 tsk. Dijon sinnep

2 msk. smátt saxaður skarlottulaukur

2 msk. Koníak

2 dl nautasoð

1 dl rjómi

2 msk. græn piparkorn

1 msk söxuð fersk steinselja

Meðlæti:

Smjörsteiktir sveppir

String Fries, franskar

Ég elska piparsteik, að bíta í lungamjúkt kjötið og fá svo hitann af piparnum og mýktina af sósunni... gott rauðvín mm....  sorrý mig er farið að dreyma dagdrauma.  Ég ætla að skella mér á piparsteik í kvöld.  Það er nauðsynlegt að trappa sig rólega niður úr veisluhöldum undanfarinna daga, svo sálin og maginn verði ekki fyrir of miklu áfalli, sammála ;-) 

En vindum okkur í eldamennskuna:

Kjötið er bankað létt með hnúunum á hendinni,  saltað og piparinn nuddaður inní það báðu megin.  Smjörið er brúnað á pönnu og steikurnar steiktar í ca. 1 1/2 -2 mín. á hlið.  Sinnepinu er smurt á báðar hliðar á steikunum og lauknum dreyft á milli þeirra og þeim snúið á meðan laukurinn steikist aðeins.  Þá er Koníakinu hellt á pönnuna og kveikt í því (flamberað), en ég bið ykkur að fara VARLEGA. Steikurnar eru teknar af pönnunni og látinar hvílast á diski, á meðan er piparkornunum, rjómanum og soðinu er hellt á  pönnuna og soðið niður í smástund svo sósan þykkni.  Í lokin er svo smjörklípu bætt í sósuna og steinseljunni stráð  yfir.  Ég er svolítið veik fyrir góðum frönskum katröflum með steik, svo ég hef þær með og smjörsteikta sveppi, en meðlætið er það sem hver hefur eins og hann vill. 

Verði þér að góðu :-)

Hvað er betra....🩵