Pepperoni melts

Það sem til þarf er:

Gott skorpumikið brauð

1 krukka kryddsmjör

Pizzasósa

Pepperoni

Sveitasæla (ostur 26%), eða annar feitur ostur

Ferskt oregano (eða þurrkað)

Og gleðin heldur áfram. Það er eitthvað svo mikið kósý við svolítið greasy samloku....

Þetta er svo einfalt:

Brauðið skorið í ekki of þykkar sneiðar, smurðar með pizzasósunni á annarri hliðinni,svo kemur fyllingin, fyrir mig eru það 3 þykkar sneiðar ostur og 3 af pepperoni og nokkur blöð af oregano á milli. Sneiðarnar lagðar saman og smurðar með krydd-smjörinu á ytri hliðinn. Samlokugrillið er hitað á háan hita og samlokan grilluð þar til osturinn er bráðinn og brauðið er orðið gyllt og vel ristað, eða steikt á grillpönnu og þá er gott að þrýsta á samlokurnar með spaða og svo snúið. Gott er að láta samlokurnar bíða í smástund áður en þú skerð þær í tvennt og borðar svo það sé ekki hætta á að brenna sig í góminn, sem ég geri alltof oft.

Verði þér að góðu :-)

Melts in your mouth ...