Bacon og egg morgun soufflé

Það sem til þarf er:

f. 3

6 sneiðar beikon

3 egg

120 gr. létt AB mjólk

1 msk. söxuð fersk steinselja

Salt og pipar

Meðlæti ef vill:

Gróft ristað brauð með smjöri

Jarðarberjasulta, helst heimagerð

Þessi góði helgarmorgunmatur, sannar að það þarf ekki mikið til að dekra við sig án þess að fara í óhóf eða of mikilla óhollustu. Kíktu í ísskápinn, þú átt sjálfsagt hráefnið til :-)

En svona er þetta:

Ofninn er hitaður í 180°C. 3 litlar eldfastar skálar eru spreyjaðar með olíu að innan. Skálarnr eru fóðraðar að innan með beikoninu, ca. 1 1/2 sneið í hverja skál. AB mjólkin og eggin eru þeytt saman, saltað og piprað að lokum er steinseljunni hrært útí. Bakað í 25 mín. Það er frábært að hafa heitt ristað brauð með smjöri og uppáhalds-sultunni þinni með og gott kaffi, svart fyrir mig, takk :-) Mín uppáhalds sulta er heimagerð jarðarberjasulta, en það er uppskrift af henni á síðunni, ef þú vilt prófa hana.

Verði þér að góðu :-)

Jarðarberjasulta

Dásemdar sunnudagur :-)