Bakaður Gullostur með lauk- og ólívumauki

Það sem til þarf er:

1/2 bolli saxaður laukur

2 msk. smjör

3 msk. grænar ólífur

3 msk. kalamata ólífur

1/2 tsk. oregano

3 msk. mango chutney

1 msk. apríkósumauk

50 gr. ristaðar heslihnetur

Þessi klárast venjulega fyrst af öllu, þegar ég býð upp á hann í boðum.

Svona geri ég:

Gullostur settur í álpappír og bakaður í20 mín. á 200°C. Látinn standa í 5-10 mín.

Laukurinn: Er soðinn í smjörinu í lokuðum potti á lágum hita í 10-15 mínútur. Hrært annað slagið, hann á að karamelliserast. Þá er ólífunum, oregano, mango chutney og apríkósumauki bætt við ásamt hnetunum og allt hitað vel í gegn, smakkað til sem pipar og salti ef þarf. Heitum ostinum er komið fyrir á disk og maukinu er hellt yfir og í kring. Það er mjög gott að hafa eplasneiðar og/eða perusneiðar með og heimagert Toast eða kex.

Verði þér að góðu :-)

Mmmmm.. 🧀🤗