Flankasteik

Það sem til þarf er:

f. 4

1 kg. flankasteik

Marinering:

3 hvítlauksrif, marin eða fín söxuð

1 msk. Montreal steak seasoning, eða annað gott grillkrydd

1 tsk. reykt paprika

1/2 tsk. cumin

2 tsk. Shriracha sósa

1 msk. Worchestershire sósa

2 msk. rauðvínsesik

1/3 bolli ólífu olía

Fylling í kartöflur:

4 bökunarkartöflur, skornar eftir endilöngu í tvennt

4 sneiðar bacon, skorið í bita

1 stór, vel þroskaður tómatur, fræhreinaður og skorinn í bita

3 vorlaukar, skornir í þunnar sneiðar

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

Meðlæti:

10% sýrður rjómi

Ég kolféll fyrir flankasteikunum, sem hægt er að kaupa í Costco.  Þær taka marineringu mjög vel, eru meyrar og frabærar í alla staði.  Það eina sem þarf að passa er að steikja þær ekki of lengi og leyfa þeim að hvílast eftir steikingu.  Þessi uppskrift er byggð á upp-skrift úr smiðju væntanlegs Íslandsvinar, Rachel Ray.

Svona geri ég:

Öllu sem á að fara í marineringuna, er bland-að saman í fat sem er nógu stór fyrir steikurnar.  Þeim er velt uppúr marinering-unni og látnar standa í lokuðu fatinu í nokkrar klst. (ég geri þetta að morgni).  

Kartöflurnar: Ofninn er hitaður í 200°C.  Kartöflurnar eru skornar í tvennt og rispaðar djúpt í sárið með gaffli, nokkrum dropum af olíu og smá salti dreypt yfir sárið, bakaðar í um 40 mín. eða þar til þær eru mjúkar. Á meðan er baconið steikt stökkt í smá olíu á pönnu, síðan er tómötum og vorlauk bætt á rétt í lokin. Kross er skorinn í kartöflurnar og  fyllingin ásamt sýrðum rjóma, salti og nýmölum pipar, er sett ofaní eftir smekk hvers og eins.

Steikurnar:  Grillið er hitað á mesta hitann (þarf að vera mjög heitt).  Marineringin er skafin lauslega af steikunum.  Steikurnar eru steikar í 4-6 mín. á hvorri hlið eftir stærð steikanna, en alls ekki of lengi.  Teknar af grillinu og settar á hreint fat með álpappír yfir í 2-3 min.  Steikurnar eru svo skornar í þunnar sneiðar þvert á trefjarnar í kjötinu.

Verði þér að góðu :-)  

https://sites.google.com/a/annabjorkmatarblogg.com/anna-bjoerk-matarblogg/heima/kjoetrettir/flankasteik/IMG_0313.jpg

Ert´aðsjáidda 🤩