Hafrakexið hennar Ömmu

Það sem til  þarf í kex eins og Amma bakaði:

Ca. 80 stk.

2 bollar. hveiti

1 bolli sykur

2 tsk. lyftiduft

1 tsk. hjartarsalt

1/2 tsk. salt

4 bollar haframjöl

1 bolli mjólk

250 gr. smjör

Ef þú vilt breyta eins og ég  gerði:

Þá skiptir þú út sykrinum og mjólkinni í uppskriftinni fyrir:

1/2 bolli hrásykur

1/2 bolli sykur

1 bolli kókos/möndlumjólk

1/ tsk. vanillu dropar

Anna Kristmundsdóttir, Anna Kidda, eins og hún kallaði sig stundum, móður amma mín, fæddist í Skálavík á Vestfjörðum 7. júní 1900. Það var hart líf hjá fólki á þeim slóðum um aldamótin, amma var elst af 12 systkina hópi.  Hún varð 86 ára gömul, var alltaf  kvik í hreyfingum, hress og skemmtileg.  Hún elskaði kaffi, smjör og allt feitmeti.   Hún var góður bakari og bakaði margt af því sem mér þótti og þykir enn það besta sem ég fæ.   Eitt af því sem hún bakaði reglulega var hafrakex, það var afskaplega gott.  Þegar hún rétti mér, krakkanum, kexköku til að borða, var hún með þykkum bita af köldu smjöri, ég fæ vatn í munninn við minninguna.  Amma gat reyndar borðað bita af smjöri með engu, hún elskaði smjör. Þegar ég baka hafrakex, fæ mér kexköku með þykkum bita af smjöri og hugsa til Ömmu.

Svona gerði Amma:

Ofninn er hitaður í 190°C og ofnplötur gerðar klárar með bökunarpappír á.  2-3 msk. af hveitnu eru teknar til hliðar.  Þurrefnunum er blandð saman í skál ásmt smjöri og mjólk.  Deigið er hnoðað saman í höndunum eða í hrærivél með deigkrók á.  Hveiti er stráð á borðið, svo degið loði ekki við borðið þegar þú rúllar því út með kökukeflinu.  Deigið flatt út í tæplega ½ cm á þykkt og  pikkað með gaffli. Siðan er það stungið út í kökur með glasi eða kökuskera.  Kökurnar settar á plötu og bakað í 12 mín., eða þegar þær eru farnar að verða aðeins gylltar. Þá eru þær teknar út og kældar á grind.  Þegar kemur að því að gæða sér á kexinu er mitt uppáhalds álegg smjör og ostur skolað niður með glasi af íslakdri mjólk, eins og í gamla daga í eldhúsinu hennar ömmu, kósý.  Svo er um að gera að prófa eitthvað  modern og fancy, eins og t.d. blámygluost, Gamembert, Cheddar, nýjar döðlur, perur með glasi af púrtvíni.

Verði þér að góðu :-)

Með kveðju frá Önnu Kidda 🤗