Sumar panini

Það sem til þarf er:

Paninibrauð

Reykt kjúklingaálegg

Ísbúi

Aioli með kryddjurtum

Tómatar

Ætiþistlar í kryddolíu

Þetta panini er búið að vera í miklu uppáhaldi hjá mér í sumar. Einhvern veginn gerir það "ÞAð" fyrir mig, ég fæ vatn í munninn bara við tilhugsunina ;-)

En svo gegnur þetta fyrir sig:

Paninið er skorið eftir endilöndu og smurt báðum megin með aioli (ef þú átt það ekki er fínt að skuttla hvítlauk, sítrónuberki, basil, oregan og steinselju í Gunnars majó). Ostur er settur á báða helmingana, svo er kjúkl-ingaálegginu raðað ofaná annan helminginn svo tómat-sneiðum og að lokum er ætiþistilunum raðað ofaná. Paniniinu er svo lokað og penslað að utan beggja vegna með olíunni af ætiþistilunum. Ristað á snarpheitri pönnu beggja vegna (ég notaði pott til að fergja hana á pönnuni), þar til paniniið er gegnheitt og gyllt að utan. Svo er bara að njóta þess að borða þetta yndi.

Bon apétit :-)

Svo, svo mikið gott 🫶🏻