Kókoshjúpaðar tígrisrækjur

Það sem til þarf er:

ca. 18 stk.

500 gr. hráar tígrisrækjur, afþýddar

Maismjöl

1 eggjahvíta, léttþeytt

1 bolli kókosmjöl

Olía til að steikja úr

Til að dýfa í:

Mango- eða ananas chili dip sauce eða sweet chili sauce

Ómæ.., hvað ég elska þessar ;-O Þær eru ótrúlega auðveldar að búa til og svvoo gómsætar. Venjulega eru þær fyrstar að hverfa af borðinu. Þegar þú smakkar skilurðu afhverju...

Svona geri ég:

Maismjöl og rækjurnar eru settar í stóran glæran plastpoka og hrist duglega saman svo rækjurnar séu vel þaktar, umfarmmjöl er hrist af. Þeim er síðan dýft í eggjahvítuna og síðan velt uppúr kókosmjöli. Olía er hituð snarpheit í góðum potti og rækjurnar steiktar þar til þær eru gylltar á litinn. Ef þú ætlar að frysta rækjurnar og nota seinna, er gott að fullsteikja þær ekki, heldur steikja þær aðeins minna svo þær þoli vel að fara í 200°C heitan ofn í ca. 7-10 mín., þegar á að nota þær. Það er gott að hafa sweet chili sósu eða samskonar mangósósu til að dýfa rækjunum í

Verði þér að góðu :-)

Vá..... :-D