Túnfisksteik með sesamhjúp

Túnfiskur er mjög hollur og rétt matreiddur er hann algert lostæti.  Galdurinn er að steikja hann alls ekki of mikið.

Svona gerði ég:

Túnfiskurinn er afþýddur eins og segir á pakkningu, eða þú kaupir hann ferskan hjá fisksalanum þinum.  Rauðlaukssultan er smökkuð til með chilisósunni og salatið gert klárt.   Salsan er sett saman og geymd í kæli þar til steikurnar eru steikar.   Steikurnar eru skornar í 3 lengjur hver og velt uppúr  sesamfræum.  Geymt í kæli í 15 mín.    Olía er hituð í pönnu og túnfiskurinn er steiktur í smástund á hvorri hlið (varla 1/2 mín) saltað og piprað. 

Verði þér að góðu :-)

       Dásamlegur 🐬