Kjúklingalundir aldarinnar!!

Það sem til þarf er:

F. 4

1 poki frosnar kjúklinalundir, afþýddar (keypti mínar í Bónus, þær voru æði)

Í marineringuna:

1 dós 18% sýrður rjómi

1/4 bolli saxaður graslaukur

1 msk. laukduft

Hjúpur:

2 bollar panko brauðrasp

1 msk. laukduft

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

Olía til að steikja uppúr

Sósa:

Sýrður rjómi

Sítróusafi 

Klipptur graslaukur

Sjálavarsalt og nýmalaðursvartur pipar

Borið fram með:

Sítrónu bátar

Salat eins og þér finnst best

Góðar steikar franskar ef þú ert í stuði ;D

Af því við erum vinir, ætla ég að deila með þér uppskrift af laaaaang bestu krispý kjúklingalundum sem þú átt nokkurntima eftir að smakka.  Þú átt eftir að hugsa hlýlega til mín þegar þú heyrir mmmm-ið og váá-ið frá fjölskyldu og vinum sem þú býður að smakka á þessari uppskrift.  Ég gerði þennan kjúlla nokkrum sinnum í sumar þegar stelpurnar okkar komu  í heimsókn, með sínum fylgifiskum og það sem ég heyrði frá þeim börnunum var einróma:  Þetta er besti kjúklingur sem ég hef smakkað!!  Ég hef engu við það að bæta..

Svona geri ég:

Öllu í marineringuna er blandað í meðalstóra skál og afþýddum kjúklingalundunum bætt útí marineringuna og velt vel upp úr henni.  Gott að gera þetta að morgni og láta hann standa í marineringunni til kvölds. 

Sósa:  Sýrði rjóminn er hrærður upp og smakkaður til með safa úr sítrónu (ca. 1/2 sítróna), klipptum ferskum graslauk, salti og pipar. 

Lundirnar:   Panko raspið og  1 msk. af laukdufti er blandað saman á djúpum disk.  Lundirnar eru teknar úr marineringunni, (ekki skafa sýrða rjómann af þeim) og velt upp úr raspinu, með því að þrýsta þeim ofan í raspið til að það  loði vel við þær.  Settar  á plötu eða stóran disk.  Góður slatti af olíu er hitaður á stórri pönnu  og lundirnar steiktar á báðum hliðum þar til þær eru gylltar, stökkar og gegn steiktar, ca. 3-5 mín. á hvorri hlið, olíu er bætt á pönnuna eftir þörfum, saltað og piprað. Borið á borð með sítrónubátum, klipptum graslauk, salati og frönskum.

Verði þér að góðu :-)

Best evvvvver!!!!! 🫶