Til þín frá mér

Það sem til þarf er:

3x100 gr. af 70% súkkulaði (ég nota Green & Black)

1/4 tsk. cayanne pipar

1 lítið granatepli, kjarnarnir

Nokkrar ræmur af þurrkuð mangó, klippt í bita

50 gr. pistasu hnetur, grófsaxaðar

50 gr. pecanhnetur, grófsaxaðar

Gróft sjávarsalt

1- 1 1/2 tsk. frostþurrkað hindberjaduft (ég keypti mitt á netinu)

Valentínusardagurinn!  Já, það eru sko skiptar skoðanir á því hvort það eigi að hundsa hann eða halda upp á hann.  Ég geri það stundum, ekki alltaf.  En það er auðvitað alltaf nauðsynlegt að láta fólkið okkar vita að við elsku það, hvort sem við gerum það með sérstökum hætti á V-daginn, daginn eftir eða á undan.  En, ef það vantar afsökun til að fá sér heimgert eðal súkkulaði, þá er V-dagurinn ekki verri afsökun en hver önnur.

Svona geri ég:

Bökunarplata er  klædd með smjörpappír.  Hneturnar eru grófsaxaðar og mangóið er kipptðí bita.  Súkkulaðið er brætt á lágum hita yfir vatnbaði, þar til það er alveg bráðið, þá er cayanne piparnum hrært útí.  Því er hellt á pappírinn og dreyft úr því með palettuspaða í þá þykkt sem þú vilt hafa það í.  Hnetunum er dreyft yfir súkkulaðið þá mangóinu, grófu sjávarsalti og granatepla kjörnunum.  Ef þú átt hindberjaduftið er því dreyft yfir í lokin.  Látið storkna á köldum stað.  Þegar súkkulaðið er hart í gegn er það brotið í stórar flögur, pakkað falleg inn.  Geymist í ísskáp.

Verði þér að góðu :-)

P.s.:  Ég er búin að athuga um allan bæ, hvar er hægt að fá frostþurrkað hindberjaduft, en hef ekki fundið það.  En það er hægt að panta það hér á ebay.

 Til þín frá mér ❤️