Grillbrauð með basil og rauðu pestó

Það sem til þarf er:

Á ca. 2 snittubrauð

1 dl ólívuolía

1 msk. rauðvínsedik

2 msk. rautt pestó

2 msk.saxað ferskt basil

2 frosin hálfbökuð snittubrauð

Nammi namm..... allt annað bragð en af gamla góða hvítlauksbrauðinu.  Eins og allir vita eru basilkan og tómaturinn í einstaklega farsælu hjónabandi, og edikið gefur þessu trygga hjónabandi svolítið kikk og spennu ;-)

Svona geri ég:

Brauðið  er afþýtt og klofið eftir endilöngu.  Öllu í kryddolíuna er blandað saman.  Það er hægt að gera þetta nokkrum dögum áður en þú ætlað að nota löginn og geyma hann svo í ísskápnum.  Kryddolíunni er svo drussað jafnt út á brauðhelmingana með skeið.  Þeir eru svo grillaðir á heitu grillinu, fyrst á ósmurðu hliðinni  þar til hún er ljósbrún og fallega ristuð síðan er henni snúið og ristuð í augnablik á olíubornu hliðinni.  Passa sig að brenna brauðið ekki.  Brauðhelmingarnir eru svo skornir í hæfilega bita.

Borið fram með t.d.  Spare ribs

Verði þér að góðu :-)

Spare ribs
Spare ribs
Relish No. 2
Coleslaw

Sommertime and the living is 🌻