Rækju taco

Það sem til þarf:

6 stk.

Sósan:

1/2 dl majónes

4 msk. sýrður rjómi

Rúmlega 1 msk. ferskur lime safi

1/2 tsk. hvítlauksduft

1/2-1 tsk. Shriacha sósa (meira ef þú þorir)

Rækjurnar:

400 gr. hráar risarækjur

1 hvítlauksrif, rifið á rifjárni

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

1/4 tsk. cumin

1/4 tak. cayenne pipar

1/2 dl. ólívu olía + 1 msk

Meðlæti:

6 litlar mjúkar tortillur

Rauðkál, mjög þunnt skorið

Avocado í sneiðum

Rauðlaukur í þunnum sneiðum

Fetaostur, mulinn (ekki í olíu)

Ferskur kóríander

Lime í bátum

Taco er alltaf gott, ekki bara á þriðjudögum.  Þessar eru með marineruðum rækjum, killer góðri sósu og fersku grænmeti.  Endilega prófaðu, þú verður ekki fyrir vonbrigðum ;-)

Svona geri ég:

Meðlætið er skorið og sett á disk. 

Rækjurnar:  Öllu hráefninu í marineringuna er blandað saman í meðalstóra skál.  Afþýddum rækjunum, er velt vel uppúr henni.  Marinerað í 1-2 tíma, má alverg vera styttra.  1 msk. af ólívu olíu er hituð á meðahita á stórri pönnu og rækurnar steiktar, þar til þær eru orðnar bleikar og gegnsteiktar.

Sósan:  Öllu hráefni í sósuna er hrært saman í skál og stungið í kæli, ef hún er búin til fyrirfram.

Tortillurnar:  Tortillurnr eru steiktar á þurri pönnu við háan hita þar til þær eru komnar með dökka bletti á fyriborðið.  Settar undir klút og geymdar þar til á að bera þær á boðrð.

Sósan

Rækjurnar

Geggjað góðar 🌮