Bakaður Camabert með skinku og sultu

Það sem til þarf er:

f. 3-4

1 stórt pizzadeig (XXL 30x40)

6 skinkusneiðar, skornar í bita

3-4 msk. Tyttuberjasulta

1 Camembert

Birki og sesamfræ

Meðlæti:

Sulta og hunang

Eurovision dagurinn.... !!! Vonandi gengur okkar mönnum vel. Ég segi....tu..tu....poj poj og break a leg.... :-)

Það sem ég geri er:

Ofninn er hitaður i 225°C. Deginu er rúllað út á borð og hringur merktur í það, sem er 32 cm í þvermál. Passa að hafa pappírinn á, sem er undir deginu. Hringurinn er klipptur út með hreinum skærum, afskurð-urinn er geymdur. Deighringurinn er settur á bökunarplötu, og helmingnum af skinkunni dreyft á miðjuna (rúmlega stærðin á ostinum), ásamt helmingnum af sultunni. Osturinn er settur ofaná og síðan restin af skinkunni og sultunni. Deginu er síðan safnað saman ofaná ostinum og búin til skjóða, sem er klipin saman efst til að loka. Penslað með vatni og bakað í 15-20 mín., eða þar til brauðið er gyllt og stökkt. Þar sem ég er mikið á móti sóun á mat þá nýti ég afskurðinn af deginu, pensla hann með vatni og set birki og sesamfræ ofaná, merki skurði í degið með hníf og baka það með í ofninum og ber það fram í lengjum með ostinum, í staðinn fyrir kex, ásamt auka sultu og hunangi. Það er ekkert mál að gera það sama við stóran Camembert. Þá kaupi ég tvö stór pizzadeig. Á efri myndaröðinni er stór ostur, en venjulegur á neðri myndinni. Ég gerði stóra ostinn kvöldinu áður og geymdi hann í kæli, þar til ég þurfti að nota hann og bakaði hann eins og venjulega. Það er allt í lagi, en ég myndi þá nota aðeins minna af sultu svo hún bleyti ekki deigið of mikið.

Verði þér að góðu :-)

Iceland 16 points :-D