Grísahnakki Bóthildar

Það sem til þarf er:

f. 4-5

Smjör til að steikja úr

4-6 sneiðar grísahnakki

Tómatsósa

Dijon sinnep

Karrýduft

Paprikuduft

Worchestershire sósa

Sulta (ég notaði rifsberjahlaup)

Salt og pipar

1/2 L rjómi

Meðlæti:

Soðin hrísgrjón

Græn paprika, í litlum bitum

Bananar, í þykkum sneiðum

Þessi réttur er einn af þessum sem ég geri alltaf með reglulegu millibili, yfirleitt tvöfaldan skammt, af því að allir elska hann.  Þegar maður er útum allar trissur, er svo gott að eiga góðan tilbúinn mat, sem þarf bara að henda í ofninn þegar maður kemur þreyttur í hús....  elska svoleiðis mat :-)

Svona geri ég:

Smjöriklípa er brædd á stórri pönnu, hnakka sneiðarnar eru lagðar í heitt smjörið og þunnu lagi af sinnepi smurt á báðar hliðarnar og látið malla í stutta stund á milli.  Þá er sneiðunum snúið og tómatsósu smurt á aðra hliðina, steikt í smástund og svo koll af kolli snúið, kryddað og steikt, karrý, snú, paparikuduft, snú, 1/2 msk. á hvora hlið af Worchestershiresósu, síðan sulta á aðra hliðina, salt og pipar og smakkað til.  Hnakka sneiðarnar eru látnar malla í smástund í maukinu svo eru þær settar í eldfast fat rjómanum hellt á pönnuna og sósan hrærð saman og hellt yfir sneiðarnar.  Svona getur þú geymt réttinn í ísskáp þar til þú ætlar að nota hann.   Bakað í 15 mín. á 200°C.

Borinn fram með:

Soðnum hrísgrjónum, með brytjaðri grænni papriku sem er sett útí grjónin eftir suðu.   Ekki gleyma banönunum, þeir eru ómissandi með og 

Verði þér að góðu :-)

     Bóthildur klikkar ekki 👏