Rjúpusúpa

Það sem til þarf er:

F. 6 (litlir skammtar)

1 laukur, saxaður

1 gulrót, söxuð

15 einiber

Timian- og rósmarýn greinar

1 bolli þurrkaðir Pocini sveppir, bleyttir upp skv. leiðb. á pakka

2 rjúpur, kjöt og bein

2 tsk. Tastý ísl. vilibráðarkraftur

1 L vatn

100 ml. Brandý

1/2 L rjómi

3 tsk. rifsberjahlaup

1 kúfuð msk. Mysingur

2 msk. Ljótur eða annar blámygluostur

1 kúfuð msk. rjómaostur

Sjávarsalt

Nýmalaður svartur pipar

Koníak, svetta

Fyrir okkur villta fólkið, er þessi súpa "out of this world".  Það er upplagt að hafa hana sem lítinn smakk forrétt, sem er borinn fram í litlu glasi á undan forréttinum.  Það góða er að það má gera hana daginn áður. Endilega prófaðu ;-)

Svona geri ég:

Fuglinn er hlutaður sundur, bringan er höfð í heilu lagi, leggir og læri skorið í tvennt, vængir skornir af og bakið er í einu lagi.  Grænmeti, kjöt, bein og krydd er mallað í vatni og krafti í 2 klst.   Þá er rjóma, sultu, Brandý og ostum bætt útí og látið malla áfram, smakkað til með kryddi.  Súpan er svo sigtuð en bringa leggir og læri eru tekin til hliðar og geymd, öðru er hent. Bringan er skorið í þunna bita og dreift í 6 litlar skálar, súpan hituð að suðu og skvetta af góðu koníaki bætt við að lokum.  Svo er súpan sett í skálarnar og einn leggur, læri eða vængur settur með til skrauts.  Ekkert mál að gera súpuna deginum áður en á að nota hana, bara passa að hita kjötið varlega áður en það er sett í skálarnar.

Verði þér að góðu :-)

        Out of this world 🥰💞