Aspas, hrærð egg og stökk parmaskinka

Það sem til þarf er:

F. 4

12 stk. ferskur aspas, endarnir skornir af 

Góð klípa af smjöri

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

1 msk. ólífu olía

1/2 óvöxuð sítróna, safi og börkur

8 sneiðar súrdeigsbrauð (t.d. frá Brauð og &)

8 stór egg, létt þeytt

1 1/2 dl rjómi 8 sneiðar parmaskinka

Ég elska að dekra við mig og mína á sunnudögum.  Góður latur morgunmatur sem tegist íað verða bröns, er eitthvað sem mér finnst toppurinn.  Þessi uppskrift er mjög góð, hakar í öll boxin mín.  Hún er sölt, stökk og  flauelsmjúk.  Svo á ég flösku af fíflasýrópi, sem vinur minn gaf mér í sumar og nokkrir dropar af þeirri dásemd voru æði ofáná.

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 200°C.  Aspasinn er settur á álpappir, sem er passlegur að stærð til að pakka honum inní.  Börkurinn af sítrónunni  er fínrifinn, safinn pressaður úr henni og dreyft yfir aspasinn ásamt góðri klípu af smjöri og drussi af olíu, saltað og piprað.  Pakkanum er lokað svo það leki ekki úr honum og aspasinn bakaður í ofninum í 15 mín. Ólífu olíu er drussað yfir brauðsneiðarnar og þær steiktar, öðru megin á grillpönnu.  Skinkan er steikt á stórri pönnu þar til hún er stökk, látið leka af henni á eldhuspappír.  Eggin eru þeytt með rjómanum og krydduð með salti og pipar.  Klípa af smjöri er brædd á pönnunni sem skinkan var steikt á.  Þegar smjörið er freyðandi er eggjaböndunni hellt á tæplega meðalheita pönnuna og þau hrærð varlega þar til þau eru að mestu leyti gegn elduð, en þó ekki alveg. Eggjahrærunni er skipt á milli brauðsneiðanna síðan einni sneið af skinku og að lokum aspasnum.  Dropi af fíflasýrópi eða öðru góðu sýrópi gerir að mínu mati, gott aðeins betra, en það þarf ekki.

Verði þér að góðu :-)

Eigðu dásamlegan sunnudag!