Kryddað rauðkál

Það sem til þarf er:

3-4 krukkur

1 haus rauðkál, meðal gróft saxað

2 rauð epli, í bátum

1 meðalstór laukur, í sneiðum

1/2 appelsína, í sneiðum

1 rautt chili, saxað

6 lárviðarlauf

1/3 búnt fersk timian, laufinu rennt af greinunum

10 svört piparkorn

250 gr. sykur

4 dl hvítvínsdeik

2 tsk. salt

Dásamlegt kryddað rauðkál.. :-) Er ómissandi með steikinni um jólin. Þetta rauðkál er svolítið öðruvísi, kryddað með chili og timian og svo koma appelsínan og eplin í gegn. Upplagt að gefa góðum vini eina krukku, sem ekki hafði tíma til að búa til rauðkál sjálfur. Búðarkál í krukku, roðnar og fer hjá sér þegar þessi krukka mætir flott á veisluborðið ;-)

Svona förum við að:

Rauðkálið, eplinn og laukurinn, eru skorin nokkuð gróft, og sett í stóran pott. Það fer þessu rauðkáli ekki vel að vera fínsaxað. Restinni af innihaldinu er skutlað útí og blandað vel saman. Suðan látin koma upp við meðalhita, þá er lokið sett á pottinn og soðið á lágum hita í 35 -40 min., þar til kálið er meyrt, en ennþá með smá kröns í sér. Smakkað til með sykri, ediki, salti og pipar. Kælt í nokkra tíma og látið samlagast áður en það er sett á borðið.

Verði þér að góðu :-)

ATH. Þú ræður hvort þú hefur fræin með, þegar þú saxar chilið út í kálið, eftir því hvað þú vilt hafa það með miklu kikki af pipar. Ég notaði helminginn af fræunum. Það var mjög passlega sterkt, þegar það var búið að standa í sólarhring.

Jólarauðkál með kikki 👊🏻