French toast

Það sem til þarf er:

F. 2-3

1 dl matreiðslurjómi eða kaffirjómi

2 egg

1 msk. hunang

1/8 tsk. salt

4 sneiðar gott hvítt brauð (má vera dags gamalt)

2 msk. smjör

Meðlæti:

Fersk ber

Kalt smjör

Hlynsýróp

Sunnudagsdekur. French toast er nákominn ættingi cinnamon toast, eiginlega jafngott eða beta :-)

Svona gerum við:

Egg, rjómi, hunang og salt er þeytt vel saman í skál, hellt í lítið fat og brauðsneiðarnar lagðar í bleyti í 30 sek. á hvorri hlið. Smjörið er brætt á pönnu og sneiðarnar steiktar á miðlungshita í 2-3 mínútur á hvorri hlið. Það er upplagt að hita ofninn í 180°C g halda sneiðunum heitum, ef þú ert að útbúa brauð fyrir marga. Borið fram með ferskum berjum smjöri og hlynsýrópi í litlu glasi fyrir hvern og einn, svooo gott.

Verði þér að góðu :-)

Ert´að sjáitta 😮