Chorizo og rósmarý pasta

Það sem til þarf er:

f. 4

50 gr. smjör

1 chorizo pylsa

1/4 tsk. chiliflögur

1 tsk. saxað fersk rósmarín

1 dós saxaðir tómatar og safinn

1 1/2 tsk. tómat mauk

1 1/2 dl rjómi

Salt, pipar og sykur á milli fingra

300 gr. pasta soðið skv. leiðbeiningum á pakka

Rifinn parmesanostur

Ef þú ert hrifin af chorizo pylsu, eins og ég, skaltu endilega smakka þennan pastarétt.

Svona geri ég:

Pylsan er skorin í litla bita. Smjörið er brætt á pönnu og chili og pylsan er látin malla í smástund, þá er tómötum og safanum, maukinu, rósmarín, rjóma, salti og pipar. Settu svo smá skykur á milli fingranna og bættu útí svo beiskjan úr tómötunum hverfi. Þetta er svo malað í 5 mín. Pastað er soðið skv. leiðbeiningum á pakka, eða "al dente". Því er svo velt uppúr sósunni og borið fram með miklum rifnum parmesan osti og góðu salati. Mér finnst gott að hafa spínat, ferska tómata og furuhnetur með rauðvínsediki, smá salti og estragon.

Verði þér að góðu :-)

Hrikalega gott!