Súkkulaði panini

Það sem til þarf er:

f. 4-6

1 snittubrauð

1 krukka hnetusmjör

1 tsk. kanell

3 bananar

250 mjólkur- eða dökkir súkkulaðihnappar

Ó já, það er alveg satt.... Heitt panini með súkkulaði, banönum og hnetursmjöri.....

Þetta er ekki flókið mál:

Ofninn er hitaður í 180°C. Snittubrauðið er skorið eftir endilöngu og hnetusmjörinu smurt á báða helmingana og svo er kanel stráð yfir þá. Bananarnir eru skornir í sneiðar og raðað á annan helminginn, síðan er súkkulaðinu komið fyrir ofaná banönunum og samlokunni svo lokað. Samlokan er svo skorin í 4-6 jafna bita með beittum hníf og hverjum bita pakkað í álpappír. Pakkarnir eru svo bakaðir í 15-20 mín. Þegar þú opnar samloku pakkann þinn skaltu passa þig, súkkulaðið er HEITT, ekki brenna þig.

Verði þér að góðu :-)

Kaloríu himnaríki :-D